Hinn frábæri kór Menntaskólans að Laugarvatni heldur að vanda tvenna jólatónleika í Skálholtskirkju dagana 23. og 24. nóvember nk.
Kórinn ætlar að syngja nokkur fjölbreytt jólalög sem ættu að koma öllum í jólaskap og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Dagsetning tónleika: Fimmtudagskvöldið 23.nóvember, klukkan 20:00 UPPSELT Föstudagskvöldið 24.nóvember, klukkan 20:00 UPPSELT
Hér eru upplýsingar frá kórnum varðandi miðasöluna:
Miðaverð á tónleika: 3.500kr. í forsölu og 4.000kr. við dyr Eldriborgarar og öryrkjar fá miða á 3.000kr. í forsölu og 3.500kr. við dyr. Frítt er fyrir 12 ára og yngri. Forsölu líkur 21. nóvember. Miðasala fer fram í gegnum meðlimi kórsins með millifærslu beint á ykkar aðstandanda. Ef þið eigið ekki með aðstandanda í kórnum getið þið pantað miða í gegnum netföngin hekladi.05@ml.is eða emiliasa.05@ml.is Í tölvupóstinum þarf að koma fram á hvaða tónleika er ætlað og hve marga miða er verið að panta.
Hlökkum innilega til að syngja fyrir ykkur. Sjáumst í Skálholtskirkju!
Comments