top of page

Skálholtsfélag hið nýja

Skálholtsfélag hið nýja var einkum stofnað til þess að verða áhugamönnum og velunnurum Skálholtsstaðar vettvangur samráða og sjálfboðavinnu. 
 
Í 2. gr. félagslaga segir: "Tilgangur félagsins er að styðja við kirkjulegt og menningarlegt starf í Skálholti, er efli tengsl við kirkju og þjóðlífs og stuðli að sem viðtækustum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi". 

Félagsmenn gera sér grein fyrir margþættum vanda sem Þjóðkirkjan tekst á við, en félagið tekur ekki afstöðu til annarra mála en þeirra sem beinlínis snerta Skálholtsstað.  

Stjórn Skálholtsfélags hins nýja:

Erlendur Hjaltason, formaður

Bergþóra Baldursdóttir, ritari

Halldóra Þorvarðardóttir

Katrín Andrésdóttir

Anna Stefnásdóttir

Lög Skálholtsfélagsins

1. gr.
Félagið heitir Skálholtsfélag hið nýja, Heimili þess og varnarþing er í Skálholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Felagið byggir á grunni hins eldra Skálholtsfélags sem stofnað var 1949 svo og á lögum og samþykktum kirkjunnar um Skálholt og Skálholtsskóla.

2. gr.
Tilgangur félagsins er að styðja við kirkjulegt og menningarlegt starf í Skálholti, er efli tengsl kirkju og þjóðlífs og stuðli að sem víðtækustum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi.

3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að :
1. Efla og varðveita Skálholt sem helgistað, kyrrðar- og menntasetur og vettvang fyrir samtal kirkju og þjóðar, trúar og menningar.
2. Eiga samráð við stjórnendur Skálholts og aðra er málið varðar um uppbyggingu og framtíðarsýn staðarins og taka þátt í skipulagningu og framkvæmd starfseminnar.
3. Veita biskupi Íslands, kirkjuráði og stjórnendum á Skálholtsstað stuðning við að tryggja sem besta fjárhagslega og rekstrarlega afkomu Skálholts.
4. Standa vörð um heildarhagsmuni kirkju, skóla og jarðar í Skálholti, fornminjar, friðun staða og húsa og staðarmyndina sjálfa. Vakta umhverfismál Skálholtsstaðar og gæta þess að spjöll verði ekki unnin á helgum minjum staðarins.
5. Vekja athygli á mikilvægi og hlutverki Skálholts í menningarsögu þjóðarinnar fyrr og síðar, með skipulagðri fræðslu, fjölmiðlun, fyrirlestrum, greinarskrifum og málþingum sem miða að því að styrkja ásjónu og tilgang hins helga staðar í hugum landsmanna.

4. gr.
Aðild að félaginu fá þau sem þess óska og greiða félagsgjald. Stofnaðilar eru þeir sem skrá sig í félagið fyrsta starfsár þess, þ.e. frá stofnfundi þess á Skálholtshátíð 2013 til aðalfundar 2014.

5. gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn kjörnir á aðalfudni til eins árs í senn. Formaður skal kjörinn sérstaklega, þá fjórir meðstjórnendur og þrír til vara. Þá skal og kjósa tvo skoðunarmenn reikninga.

6. gr.
Aðalfund skal halda í tengslum við Skálholtshátíð ár hvert. Skal þá stjórnin gefa skýrslu um starfsemina og gera reikningsskil. Aðalfundur ákveður árgjaldið. Félagsfundi skal halda eftir þörfum. Fundi skal boða á tryggilegan hátt með nægum fyrirvara.

7.gr.
Til þess að breyta lögum þessum þarf samþykki 2/3 fundarmanna á aðalfundi.

8. gr.
Verði félagið lagt niður renna eigur þess til Skálholtskirkju.

9. gr. Lög þessi öðlast gildi 21. júlí 2013.

Ákvæði til bráðabirgða. Á stofnfundi félagsins, sem haldinn er 21. júlí 2013 tilnefnir vígslubiskup Skálholtsumdæmis fimm manna stjórn sem fer með málefni félagsins fram að fyrsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður 20. júlí 2014.

bottom of page