top of page

Menning á miðvikudögum í maí

Updated: Jun 10

Verið velkomin í fræðslu- og menningargöngur í Skálholti á miðvikudögum í maí.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Nánar á skalholt.is

 

Laugardagur 4. maí kl 9:30 að morgni

Fuglar í landi Skálholts - Fræðslu og söguganga um Skálholtstungu

Tómasi Grétari Gunnarssyni fuglafræðingi leiðir gönguna og fræðir gesti um fuglalíf í Skálholti. Gengið er um Skálholtstungu og fuglalífið skoðað. Kristján Björnsson Vígslubiskup verður með í för og fræðir gesti um sögu Skálholtsstaðar. Gangan tekur um 1,5 – 2 klst og er öll á jafnsléttu.

Gangan hefst við Skálholtsbúðir og gengið verður niður Skálholtstungu. Mæting í Skálholtsbúðum

 

Miðvikudagur 8. maí kl 18:00

Þorláksleið vígð – Fræðslu og söguganga um Þorlák helga Þórhallsson

Ný Þorláksleið um Skálholtsjörð vígð, en leiðin hefur verið vörðuð með skiltum. Kristján Björnsson vígslubiskup leiðir gönguna og fræðir gesti um Þorlák helga Þórhallsson

Mæting við kirkjuna

 

Miðvikudagur 15. maí kl 18:00

Ragnheiðarganga – fræðslu- og söguganga um Ragnheiði Brynjólfsdóttur úr Skálholti.

Friðrik Erlingsson leiðir Ragnheiðargöngu um Skálholt og fer yfir ástir og örlög Ragnheiðar.

Mæting við kirkjuna.

 

Miðvikudagur 22. maí kl 18:00

Bjarni Harðarson leiðir göngu um Skálholtsstað og fer yfir sögu og sögupersónur Skálholtsstaðar. Gangan verður að hluta á ensku.

Mæting við kirkjuna.

 

Miðvikudagur 29. maí kl 18:00

Halldóra Kristinsdóttir frá Landsbókasafni fræðir gesti um Valgerði Jónsdóttur biskupsfrú. Fyrirlestur inni í kirkjunni og gengið um safn í kjallara kirkjunnar.

Mæting í kirkjunni.



11 views0 comments

Comments


bottom of page